AGS hælir endurreisn Íslands

Dominique Strauss-Kahn, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, telur að verulegur árangur hafi náðst í endurreisn efnahagslífsins hér á landi. Hann telur að með samþykkt annarar endurskoðunar á efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og sjóðsins í gær hafi verið stigið mikilvægt skref í að auka tilrú umheimsins og Íslendinga sjálfra á því að stoðir þjóðarbúskaparins séu að styrkjast.

Gengi íslensku krónunnar hafi náð ákveðnum stöðugleika þó ekki sé hægt sé að segja fyrir um hvenær gjaldeyrishöftum verði aflétt. Með samþykkt endurskoðunarinnar fá íslensk stjórnvöld aðgang að jafnvirði 105 milljarða íslenskra króna í erlendu lánsfé sem nýta má til að styrkja gjaldeyrisvaraforða landsins.

Forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að sjóðurinn hafi aldrei sett það sem skilyrði að Icesave-deilan yrði leyst svo halda megi áfram með efnahagsætlunina, en stór hluti lánsfjárins komi frá Norðurlöndunum. Fulltrúum Norðurlandanna hefur þótt snúið að gefa samþykki sitt án þess að búið sé að leysa Icesave-deiluna, að sögn Strauss-Khan. Hinsvegar liggi nú fyrir að íslenska ríkisstjórnin geri sitt til að ljúka málinu. Að mati forstjórans er einnig bjartara framundan í íslensku efnahagslífi.(ruv.is)

Ummæli forstjóra AGS um Ísland eru jákvæð.Hann veit upp á sig skömmina,þar eð AGS hefur tafið efnahagsáætlunina fyrir Ísland mánuðum saman. Ljóst er að viðsnúningur Norðmanna hefur skipt miklu máli fyrir endurskoðun  efnahagsáætlunar AGS en einnig hafa viðræður fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra við lykilríkii AGS skipt sköpum.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband