Sunnudagur, 18. apríl 2010
Bjarni Ben.ætlar ekki að víkja
Ég tel að ekkert þeirra mála sem uppi hafa verið í umræðunni og mig snerta hafi ekki verið skýrð að fullu. Ég tel ekki að það sé ástæða fyrir mig að víkja til hliðar og ég mun ekki gera það," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður hvort hann hafi að hætta sem formaður flokksins.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tilkynnti á flokksráðsfundi að hún hefði ákveðið að víkja sem varaformaður og tímabundið af þingi. Bjarni segir að Þorgerðar verði sárt saknað í flokksforystunni.
Spurður á hvaða hátt mál Þorgerðar sé frábrugðið málum sem tengjast bankahruninu og honum sjálfum segir Bjarni: Ég tel að þau mál sem mig varðar hafi einfaldlega verið að fullu skýrð."
Flokksráðsfundurinn lýsti yfir eindregnum stuðningi við Bjarna . Hann hyggst á mánudag kalla saman miðstjórn flokksins og ræða hvenær og hvernig varaformaður flokksins verði kjörinn. (visir.is)
Sjálfsagt eru skiptar skoðanir um það hvort það sé rétt mat,að Bjarni Benediktsson þurfi ekki að víkja.Það tengist ábyrgð alþingis yfir höfuð.Svo virðist sem menn telji ekki að alþingi beri mikla ábyrgð.En vissulega ber alþingi einnig ábyrgð á hruninu.Alþingi hefur mikið hlutverk sem eftirlitsaðili með ríkisstjórn hverju sinni.Alþingi hefur ekki sinnt eftirlitsskyldu sinni sem skyldi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.