Stjórnmálamenn axla ábyrgð

Það vakti mikla athygli í gær,að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skyldi segja af sér varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum og víkja tímabundið af þingi.Þetta gerði hún vegna  skýrslu rannsóknarnefndar alþingis um bankahrunið en þar kom fram að hún og maður hennar skulda 1,7 milljarða í Arion banka ( áður Kaupþing).Lánið tóku þau  til fjárfestinga en þau ætluðu eins og margir fleiri á "góðæristímanum" að hagnast á viðskiptum með verðbréf og annað.Áður hafði Illugi Gunnarsson sagt af sér sem formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, þar er hann var í stjórn sjóðs 9 í Glitni banka en í skýrslu rannsóknarnefndar er fjallað sérstaklega um þann sjóð.Viðskipti með fjármuni þess sjóðs voru  ekki  eðlileg. Illugi og aðrir í stjórn sjóðsins óskuðu eftir því að ríkið legði sjóðnum til fjármuni svo unnt væri að gera upp við þá,sem höfðu lagt sparifé sitt í sjóðinn.Björgvin G.Sigurðsson fyrrum viðskiptaráðherra sagði af sér sem formaður þingflokks Samfylkingarinnar og ákvað að víkja tímabundið af þingi til þess að  þingnefndin,sem hefur rannsóknarskýrsluna til meðferðar gæti ótruflað tekið hana til meðferðar.Björgvin er í hópi þriggja ráðherra sem rannsóknarnefndin telur að hafi lögum samkvæmt gerst sekir um vanrækslu í starfi.Það er virðingarvert,að þessir þingmenn skuli hafa ákveðið að víkja úr embættum til þess að axla ábyrgð.Fróðlegt verður að sjá hvort fleiri þingmenn telji nauðsynlegt að feta í fótspor þeirra.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hefur einhver reiknað hve Þorgerðu K og c/o þessi sem kom til dyra og skýldi sér með barni , væru leingi og hve margar ferðir hún verða að fara ef þau ættla með vel fengin auð sinn úr landi á tímum gjaldeirishafta ? 1.700.000.000 kr fyrir vel unnin störf + öll fríðindin er til þeirra renna , eiga sennilega fyrir mat , húsaleigu og skólabókum fyrir börninn ? ef Kerlíngin færi með 500.000 kr í hverria ferð sem er víst löglegt , væru það 3400 ferðir og með smá hvíld um helgidaga færi Kerlíngin guðsútvalda ca 290 ferðir á ári og væri þá um 11,7 ár að koma auð sínum úr landi / auðvita er þessu öllu vorkun

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband