Jón Baldvin vill,að Bjarni Ben.segi af sér

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, telur að Bjarni Benediktsson eigi að segja af sér formaður Sjálfstæðisflokksins.

„Ég spyr, getur flokkurinn áfram verið undir forystu manns sem er svona nátengdur viðskiptafélögum Wernerssona eftir það sem gerðist með tryggingarfélagið Sjóvá? Er það hægt?" sagði Jón í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fluttu tilfinningaþrungnar afsökunarræður í gær og Þorgerður vék úr embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins og tímabundið af þingi.

Jón segir að Sjálfstæðisflokkurinn verði að gera upp sinn hlut í bankahruninu. Jón telur að ákvarðanir Þorgerðar og þingflokksformanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar um að víkja af þing vera upphafið að breytingum í íslenskum stjórnmálum.

Þá segir hann að stjórnarsamstarf Samfylkingarinnar með Sjálfstæðisflokknum á árunum 2007-2009 sé smánarblettur í sögu Samfylkingarinnar. Ríkisstjórnin hafi verið hörmuleg og að pólitískir oddvitar flokkanna beri höfuð ábyrgð því hvernig fór.

„Ræða Ingibjargar Sólrúnar var einlæg játning á því að henni hefði orðið alvarlega á, eins og hún orðaði það sjálf. Brugðist sjálfri sér, kjósendum og þjóðinni. Það var mjög einlæg afsökunarbeiðni og upphafið af því að Samfylkingin axli pólitíska ábyrgð."(visir.is)

 

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband