Ferski fiskurinn kemst ekki út með flugi

Ferskur fiskur sem átti að fara með flugi til Evrópu í dag verður frystur í fyrramálið þar sem hann kemst ekki í flug.

Þegar fiskurinn er frystur rýrnar verðmætið um allt að helming. Fyrirtæki sem flytja út ferskan fisk urðu af tugmilljóna tekjum um helgina vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Ekki var hægt að fljúga með fiskinn til Evrópu í dag eins og til stóð. Því þarf að frysta flökin í fyrramálið en við það rýnar verðmætið um allt að helming. Lítið sem ekkert hefur verið flogið á milli Íslands og Evrópu og því hefur ferskur fiskur ekki komist til Bretlands og Írlands. Fiskval í Keflavík er dótturfélag Icelandic Group og er eitt af þeim fyrirtækjum sem sendir afurðir sínar þangað. Elvar Bergþórsson framkvæmdastjóri Fiskvals segir að um fimm tonn hafi átt að fara með flugi í dag. Fyrir þau hefðu fengist um sex milljónir, hefði fiskurinn komist ferskur á leiðarenda. Elvar segir að þetta sé bara brot af þeim ferska fiski sem átti að fara út um helgina. Hann áætlar að tugir tonna hafi átt að fara út með flugi. Á bilinu 1100-1200 krónur fáist fyrir kílóið af ferskum kola en þegar hann hefur verið frystur fáist aðeins 50-60% af því.(visir.is)

Þetta er mikið tjón fyrir fiskútflytjendur.Það er ekki aðeins mikið tjón,ef frysta verður fisk sem átti að fara ferskur út,heldur er einnig hætta á því að markaðir glatist  þegar ekki er unnt að senda kaupendum þann fisk,sem þeir hafa pantað.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband