Stóriðjufyrirtækin greiða aðeins fjórðung þess sem heimilin greiða fyrir raforkuna

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, upplýsti í fyrsta sinn um raforkuverð til stóriðju á sögulegum ársfundi Landsvirkjunar í dag. Stóriðjufyrirtækin borga aðeins rúmlega fjórðung af þeirri upphæð sem íslensk heimili greiða fyrir raforku. Landsvirkjun er að breytast og vægi framkvæmda mun minnka. Forstjórinn segir sérstaklega áhugavert að leggja sæstreng til Evrópu.

Hörður sagði að Landsvirkjun stæði á tímamótum, mikil dúluð og villandi umræða hefði verið um fyrirtækið en það væri ætlun hans að breyta því. Að upplýsa um raforkuverðið væri einn liður í breyttum vinnubrögðum fyrirtækisins.

Raforkusölusamningarnir eru í dollurum og miðað við gengið núna eru stóriðjufyrirtækin að greiða 3,3 króna á hverja kílówattsstund en íslensk heimili eru að greiða 11,3 krónur, en inni í þeirri upphæð eru flutnings- og dreifingarkostnaður, orkuskattur og virðisaukaskattur. Eins og sést hér eru stóriðjufyrirtækin aðeins að greiða rúmlega fjórðung af því verði sem íslensk heimili greiða.

Forstjórinn er að breyta áherslum Landsvirkjunar, vægi framkvæmda mun minnka stórlega, eins og sést á þessari mynd og markaðsmál verða framvegis fjórðungur af starfseminni. Hörður sagði að vaxtarmöguleikar Landsvirkjunar væru miklir. Eitt af því sem hann vill skoða alvarlega núna er lagning sæstrengs frá Reyðarfirði til að taka þátt í orkusölusamkeppni í Evrópu, en Hörður sagði að hækkandi raforkuverð síðustu ára gerði verkefnið sérstaklega áhugavert. Málið hefur verið til athugunar í nokkur ár, en fyrst núna er þetta sérstaklega áhugaverður kostur að mati forstjórans.(visir.is)

Það er jákvætt,að Landsvirkjun skuli nú loks hafa upplýst um orkuverðið til stóriðju.En þá kemur í ljós það sem alltaf var grunur um að verðið til stóriðju er mikið lægra en til heimilanna í landinu.Þessi munur er alltof mikill og það verður að minnka hann.

Björgvin Guðmundsson 

 

 



 

  •  
    •  

    « Síðasta færsla | Næsta færsla »

    Athugasemdir

    1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

    2.50 fyrir kW og 96% nýting til stóriðju.  3.50 fyrir kw og 56 % nýting til heimila. Að blanda dreifingu og virðisaukaskatti sem bæði eru annað en verð til Landsvirkjunar er engan vegin rétt eða sanngjarnt.

    Tryggvi L. Skjaldarson, 19.4.2010 kl. 22:02

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband