ESB:Aldraðir fái að lifa með reisn

Evrópusambandið lætur málefni aldraðra mjög til sín taka.

Réttindi aldraðra innan Evrópusambandsins byggja á banni við mismunun og þeirri grundvallarreglu að allir menn séu jafnbornir til virðingar. Réttindi aldraðra hafa að nokkru verið tryggð frá samþykkt Amsterdamsáttmálans er tók gildi 1999. Meðalaldur borgara Evrópusambandsins hækkar stöðugt, árið 2020 mun fólk 60 ára og eldra ná einum fimmta af íbúafjölda og einn af hverjum 14 íbúum verður þá 65 ára eða eldri. Því kemur ekki á óvart að í réttindaskrá Evrópusambandsins, sem samþykkt var af leiðtogaráðinu 2000, er kveðið sérstaklega á um réttindi eldri borgara. 25. greinin byggir á félagsmálasáttmála Evrópu og félagslegri réttindayfirlýsingu um grundvallarréttindi Evrópsks launafólks sem samþykkt var 1989.[17] Í réttindaskránni segir:

Evrópusambandið virðir réttindi eldri borgara til að lifa lífi sínu með reisn og af sjálfstæði og rétt þeirra til að taka þátt í félags- og menningarlífi.

Í málum aldraðra hvílir löggjafarvaldið nær eingöngu á herðum aðildarríkjanna. Evrópusambandið styður þó stefnu aðildarríkja og framkvæmdir á viðeigandi stigum, og vinnur að því að breyta hugsunarhætti og miðla reynslu. Sambandið hefur því mikilvægu hlutverki að gegna í málefnum aldraðra, sem gagnast sambandinu sjálfu, jafnt sem stjórnvöldum einstakra sambandsríkja.[18]

Fjöldi yfirlýsinga og stefnumiða um réttindi aldraðra hafa verið samþykkt undir merkjum Evrópusambandsins.

Ég hefi áður getið um það að  Ísland hefur skuldbundið sig til þess að tryggja velferð,vellíðan og öryggi eldri borgara í alþjóðlegum sáttmálum,sem Ísland er aðili að.Ef Ísland gengur í ESB verður enn erfiðara en áður fyrir Ísland að komast hjá því að tryggja nægileg réttindi eldri borgara.Ísland verður þá að tryggja að aldraðir geti lifað með reisn. Það vantar mikið á það í dag.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband