Þriðjudagur, 20. apríl 2010
Íbúatala Íslands 317.900
Í lok 1. ársfjórðungs 2010 bjuggu 317.900 manns á Íslandi, 159.900 karlar og 158.800 konur. Landsmönnum hafði þá fjölgað um 400 frá árslokum 2009 þegar þeir voru 317.500. Erlendir ríkisborgarar voru 21.600 í lok 1. ársfjórðungs 2010. Á höfuðborgarsvæðinu einu bjuggu 201.200 manns.
Á fyrsta ársfjórðungi 2010 fæddust 1.200 börn, en 480 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttust frá landinu 380 einstaklingar umfram aðkomna. Brottfluttir einstaklingar með íslenskan ríkisborgararétt voru 430 umfram aðkomna, en erlendir ríkisborgarar sem hingað komu voru hins vegar 60 fleiri en þeir sem fluttu burt. Karlar voru í miklum meirihluta brottfluttra.(Hagstofan)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.