Lífeyrissjóðir: Skerðing allt að 16,7%

Stærstu lífeyrissjóðirnir á almennum markaði sjá fram á að þurfa að skerða greiðslur til lífeyrisþega vegna slæmrar stöðu sjóðanna. Engar skerðingar verða hjá starfsmönnum ríkisins.

Greiðslur frá Almenna lífeyrissjóðnum munu skerðast mest af þeim lífeyrissjóðum sem tilkynnt hafa um fyrirhugaðar breytingar, eða þeim sem Fréttablaðið hafði samband við í gær. Stjórn sjóðsins mun leggja til við aðalfund að lífeyrisréttindi verði skert um 16,7 prósent frá og með 1. júní, segir Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri sjóðsins.

„Menn fara misjafnlega hratt í að laga réttindin að breyttum aðstæðum," segir Gunnar. Hann segir stöðu sjóðsins síst verri en annarra lífeyrissjóða, en menn fari misjafnlega hratt í að laga réttindi að minni eignum.

„Auðvitað er þetta áfall, þetta er erfið aðgerð sem leggst illa í alla," segir Gunnar. Hann segir þetta ekki sýna að sjóðurinn hafi fjárfest óábyrgt, þótt eftir á að hyggja hefði varasjóðurinn mátt vera stærri.

Aðrir sjóðir munu einnig skerða greiðslur. Lífeyrisréttindi skerðast líklega um tíu prósent hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna, og sjö prósent hjá Gildi. Stapi áformar að frysta lífeyri í sömu krónutölu hinn 1. maí þar til vísitala neysluverðs hefur hækkað um fimm prósent. Sumir þessara sjóða skertu einnig bætur í fyrra.

Tvær ástæður eru helstar fyrir skerðingunni, segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða. Stærsta skýringin sé bankahrunið, en einnig þurfi að bregðast við hækkandi meðalaldri. Hrafn segist ekki telja að lækka þurfi greiðslur úr lífeyrissjóðunum aftur á næsta ári.

Stærsti lífeyrissjóður landsins, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, mun ekki skerða réttindi sinna félagsmanna, enda slíkt óheimilt samkvæmt lögum, samkvæmt upplýsingum frá sjóðnum.
(visir.is)

Þessi skerðing er alveg afleit.Fólk reiðir sig á vissan lífeyri í ellinni en svo er hann skertur mikið vegna þess að stjórnendur sjóðanna hafa farið illa að ráði sínu við ávöxtun sjóðanna.

Björgvin Guðmundsson
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband