Miðvikudagur, 21. apríl 2010
Er samkomulagið við stjórnarandstöðuna um Icesave brostið?
Vakin hefur verið athygli á því,að Ísland þurfti að gefa yfirlýsingu um Icesave við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til þess fá lánið til Íslands greitt út. í yfirlýsingunni segir,að Island muni greiða Breturm og Hollendingum lágmarksupphæðina á mann,þ.e. rúmar 20 þús. evrur að viðbættum sanngjörnum vöxtum ( kjörum) sem semjist um.Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi þessa yfirlýsingu á alþingi í gær og taldi ,að með því að gefa hana hefði ríkisstjórnin rofið samkomulagið við stjórnarandstöðuna.Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra mótmælti þessu og taldi að samkomulagið hefði ekki verið rofið.
Í yfirlýsingu sem ríkisstjórn gaf í nóvember 2008 og í viðræðum við Breta og Hollendinga hefur Ísland fallist á að greiða lágmarksupphæðina á mann.Einnig hefur Ísland gefið til kynna,að greiddir yrðu sanngjarnir vextir,sem um semdist.Yfirlýsingin sem nú var gefin er ekki fortakslaus.Það er fyrirvari um að semja þurfi um vextina.Vera kann að ríkisstjórnin hafi gengið fulllangt í þessari yfirlýsingu vegna samkomulags við stjórnarandstöðuna.Vonandi heldur samkomulagið.
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.