AGS spáir hagvexti milli ársfjórðunga á þessu ári

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) reiknar með því að hagvöxtur milli ársfjórðunga hefjist á Íslandi á þessu ári. Þetta kemur fram í skýrslu starfsliðs sjóðsins (Staff-report) sem birt var í dag í kjölfar annarar endurskoðunar sjóðsins á áætlun sinni og íslenskra stjórnvalda.

Það eru hinsvegar hættur á veginum til efnahagsbata sem stjórnvöld verða að varast að mati AGS. Miklar skuldir geti leitt til lítils vaxtar og mikilla fólksflutninga frá landinu.Skuldabyrðin og ógn hennar við varasjóði geri það að verkum að grípa þarf til aðgerða til að slá á eftirspurn með m.a. gjaldeyrishöftunum. Hinsvegar muni hægari þróun í átt að fjárhagslegri aðlögun á þessu ári og aðgerðir til að hraða endurskipulagningu á skuldum einkageirans draga úr þessum hættum.AGS segir að það muni taka tíma að endurskipuleggja skuldir almennings. Slíkt eigi stjórnvöld að gera í samráði við almenning og byggja þannig upp pólitískan stuðning fyrir þessum aðgerðum. Það sé sérstaklega mikilvægt að fullvissa almenning um að þótt útgangan úr kreppunni taki tíma sé til stefna sem tryggir þá útgöngu.(visir,is)

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband