Skuldirnar eins og fyrir áratug

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra var í kastljósi í gærkveldi.M.a. var rætt um skuldir þjóðarbúsins og skuldir ríkisins. Gylfi sagði,að þó skuldirnar væru miklar væru þær þó ekki meiri en þær voru fyrir 10 árum,þ.e. áður en ballið byrjaði. Skuldir ríkisins eru nú innan við 100% af landsframleiðslu en skuldir þjóðarbúsins,þe. að viðbættum skuldum einkaaðila eru um 300%. Þar munar mikið um skuldir Actavis.Að sjálfsögðu þarf ríkið ekki að greiða skuldir einkaaðila. Það eru því skuldir ríkisins,sem skipta máli og á móti brúttóskuldum ríkisins koma eignir til frádráttar.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband