Vinnubrögð alþingis hafa ekkert breytst

Þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu gagnrýna störf Alþingis harðlega og segja að þrátt fyrir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hafi engin breyting orðið á vinnubrögðum. Nýjasta dæmið sé þegar níutíu nýjum þingmálum var dreift á síðasta degi fyrir páska.

Stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar eru flestir sammála um að læra megi mikið af rannsóknarskýrslunni. Bæta þurfi vinnubrögðin og sem dæmi er tekið að frestur til að leggja fram ný mál á Alþingi var lengdur um viku þannig að daginn fyrir skírdag voru 90 ný þingmál lögð fram á Alþingi. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir velti upp hvernig mætti bæta stjórnmálamenninguna á Alþingi.

„ Hvernig það er metið að til dæmis stjórnarliðar spyrji sitt eigið framkvæmdarvald út úr hlutunum, hvernig bæði stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar krefjast upplýsinga fyrir hönd þingsins og spyrja gagnrýnna og sjálfstæðra spurninga. Þetta er allt liður í betri stjórnmálamenningu innan þingsins.“

Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir Alþingi alls ekki hafa nógu sterkt hlutverk gagnvart framkvæmdarvaldinu.

Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, hafði þetta að segja. „Hér höfum við bæði skrifaðar og óskrifaðar reglur og það er þessi stjórnmálamenning sem hér ríkir. Mér varð umhugsað um hvar við viljum draga víglínur í þessum efnum.“

Birgitta Jónsdóttir Hreyfingunni sagðist hafa komist að því að ekkert þingmannafrumvarp fái afgreiðslu nema forsætis- eða fjármálaráðherra veiti því brautargengi. „Finnst ykkur þetta eðlilegt kæru samþingmenn?“(ruv.is)

Spurning er hvað mikill raunverulegur áhugi er á því meðal þingmanna að breyta vinnubrögðum alþingis.Þingmenn segja,m.a. stjórnarliðar,að þeir vilji auka áhrif og völd alþingis. En í raun eru það aðeins þingmenn í stjórnarandstöðu,sem vilja breytingu.Til þess að gera breytingu þarf að taka það upp að stjórnarandstaðan fái formennsku í nefndum.Einnig þyrfti stjórnarandstaðn einnig að fá aukin áhrif á stjórn þingsins.

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband