Stærstu viðskiptabankarnir stóðust álagspróf FME á miðju ári 2008!

 Í skýrslu rannsóknarnefndar alþingis segir svo m.a. um Fjármálaeftirlitið og bankana:

Eins og fyrr segir birtir Fjármálaeftirlitið niðurstöður álagsprófa á sex mánaða fresti hvað varðar stærstu fjármálafyrirtækin. Sumarið 2008 framkvæmdi Fjármálaeftirlitið álagspróf sem miðaðist við 30. júní 2008 og stóðust fjórir stærstu viðskiptabankarnir það allir. Af því tilefni sendi stofnunin út tilkynningu 14. ágúst 2008 þar sem sagði m.a.: "Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME: "Niðurstöður álagsprófsins sýna að eiginfjárstaða bankanna er sterk og getur þolað töluverð áföll. Stjórnendur og hluthafar bankanna þurfa að leggja áherslu á að viðhalda sterkri eiginfjárstöðu og jafnvel efla hana, en eiginfjárþörfina þarf reglulega að endurmeta með hliðsjón af mismunandi áhættuþáttum í rekstri og stefnu hvers fyrirtækis.""

Álagspróf FME hafa greinilega verið stórgölluð.Þau hafa gefið falska mynd af stöðu bankanna.Í stað þess að hringja viðvörunarbjöllum eins og eðlilegt hefði verið  gáfu álagsprófin bönkunum heilbrigðisvottorð rétt fyrir hrun þeirra.Sennilega hafa gallaðir efnahagsreikningar bankanna haft hér áhrif.Þeir gáfu alls ekki rétta mynd af stöðu bankanna. Reikningarnir voru uppblásnir eins og froða og það voru alls ekki þau verðmæti á bak við þá,sem tölurnar gáfu til kynna.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband