Matarverð alltof hátt

segir verð á matvöru hafa hækkað allt of mikið undanfarin misseri. Mikilvægast sé að ná niður verðbólgunni og vöxtum ásamt því að aflétta gjaldeyrishöftunum þegar færi gefst. Hækkanirnar séu tímabundnar af þessum ástæðum.

Samkvæmt útreikningum Hagstofunnar þurfa ráðstöfunartekjur einstaklings að vera yfir 160 þúsund krónum á mánuði svo hann eigi ekki á hættu að verða fátæktinni á bráð. Í þessum útreikningum er ekki tekið tillit til þess hvað það kostar að kaupa í matinn en matarverð hefur hækkað umtalsvert á síðustu tveimur árum eða um 36%.

„Mér finnst það bara allt of mikið og þess vegna skiptir svo miklu máli að við getum unnið okkur út úr þessum þrengingum,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. „Þar skiptir langmestu máli að ná niður verðbólgunni . Síðan þurfum við að ná betur niður stýrivöxtunum. Ef við náum þessu saman og getum losað um gjaldeyrishöftin að þá munum við ná verðlaginu niður á nýjan leik.“

Hún vill ekki trúa því að kaupmenn sjái sér leik á borði í þeim að stæðum sem nú eru uppi og smyrji enn frekar ofan á verðið. Hún segir verðlagseftirlit sjá til þess að kaupmenn leggi ekki of mikið á vörur sínar.(ruv)

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband