Föstudagur, 23. apríl 2010
Ríkisstjórnin setur 3,2 milljarða í viðhaldsverkefni.Atvinnuaukning
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að setja 3,2 milljarða í viðhaldsverkefni á opinberum byggingum. Því hefur 500 milljónum verið bætt til viðbótar við það sem áður hafði verið samþykkt.
Um er að ræða framkvæmdir á til dæmis skólum, söfnum og sjúkrahúsum og meðal annars verður gerður skurkur í bættu aðgengi fatlaðra.
Talið er að viðhaldsverkefnin muni skapa um 200 ný ársverk og hefjast framkvæmdir í sumar. Til stendur að leggja svipaða fjármuni í sambærileg verkefni á næsta og þarnæsta ári.(visir.is)
Það er fagnaðarefni,að ríkisstjórnin skuli leggja fjármuni í viðhaldsverkefni til þess að auka atvinnu í sumar.Atvinnuleysi er mikið og nauðsynlegt að gera allt sem mögulegt er til þess að auka atvinnu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.