Er landið að rísa í efnahagsmálunum?

Ég fór inn á heimasíðu Samfylkingarinnar.Þar var pistill um endurskoðun áætlunar AGS fyrir Ísland.Þar segir svo:

Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í kjölfar annarrar endurskoðunar á áætlun sjóðsins fyrir Ísland liggur nú fyrir. Meginniðurstöður hennar eru að staða Íslands er mun betri í dag en vonast var til þegar áætluninni var hrint af stokkunum í kjölfar hrunsins haustið 2008.  Þremur af lykilatriðum í efnahagsáætlunarinnar er nú lokið og það fjórða, endurskipulagning sparisjóðanna, er á lokastigi. Öll markmið áætlunarinnar fram að þessum tímapunkti eru í höfn og er stöðug styrking á gengi krónunnar frá fyrstu endurskoðuninni þar m.a. nefnd til sögunnar. Í skýrslunni er bent á að þróun verðbólgunnar og vöruskiptajöfnuðar í jákvæða átt frá árslokum 2008 sé áhrifamikil. Einnig kemur fram í skýrslunni að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiknar með að hagvöxtur milli ársfjórðunga hefjist á Íslandi á þessu ári. 

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lagði út frá batnandi stöðu í ræðu sínni á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins og hvatti samtökin til þess að koma aftur að sameiginlegu samráðsborði, það væri skylda allra að blása til sóknar fyrir íslenskt samfélag.

Í kjölfar útkomu rannsóknarskýrslunnar, þess mikilvæga rits sem nýtast mun okkur Íslendingum til uppstokkunar og endurbyggingar íslensks samfélags, hefur hópur fólks komið saman við heimili tveggja stjórnmálakvenna kvöld eftir kvöld.  Þessi aðferð er óásættanleg í siðmenntuðu samfélagi, enda er um að ræða  gróft brot á friðhelgi heimilisins sem okkur ber skylda að standa vörð um, allra okkar vegna.

Ég get tekið undir allt í þessum pistli Samfylkingarinnar og það er vissuylega ánægjulegt,að bjartara sé framundan í okkar efnahagsmálum en fyrri áættlanir gerðu ráð fyrir.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband