Sumargleði Samfylkingar í dag fyrir alla fjölskyklduna

Dagur B.Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn og efsti maður á lista flokksins í  væntanlegum borgastjórnarkosningum sendi svofellt bréf út fyrir daginn í dag:

Ég vil bjóða þér og fjölskyldu þinni á Reykjavíkurþing og sumargleði Samfylkingarinnar laugardaginn 24. apríl í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti.

Þar ætlum við að leggja lokahönd á stefnuskrá Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Stefnuskráin hefur verið í mótun síðan Framtíðarþingið var haldið haustið 2009. Þetta er í fyrsta sinn sem formleg afgreiðsla fer fram á stefnu borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar, það er því mikilvægt að sem flestir komi að þessari mikilvægu vinnu og þitt álit skiptir okkur frambjóðendur miklu máli inn í komandi kosningabaráttu.


Reykjavíkurþingið er fjölskyldudagur og verður dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Við tökum daginn snemma með umræðum í málefnahópum meðan börnin taka þátt í skemmtilegum leikjum. Þegar formlegri afgreiðslu á stefnu lýkur hefst svo sumargleðin þar sem við njótum samveru við hvert annað, gæðum okkur á pylsum, leikum okkur og njótum góðrar tónlistar.

Ég vona að þú sjáir þér fært að taka daginn frá til að hjálpa okkur að móta framtíðarstefnu fyrir borgina og eiga gleðilegan dag með fjölskyldunni.

Þingið er öllum opið og um að gera að taka með sér vini og fjölskyldu.

Málefnahópar hittast klukkan 10 að morgni en formleg dagskrá hefst klukkan 13 með stefnuræðu. Sumargleðin hefst svo upp úr klukkan 15.

Dagskrá fyrir börnin stendur allan daginn.

Það er vel til fallið hjá Samfylkkingunni að sameina fund um stefnuskrána og  fjölskyldudag(sumargleði) fyrir alla fjölskylduna.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband