Framsókn játar mistök og ábyrgð á hruninu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, býst ekki við því að boðað verði til þingkosninga á næstunni, þar sem Samfylkingin sé löskuð og Vinstri græn hafi þar með tögl og hagldir í ríkisstjórninni. Hann vonar hins vegar að það dragist ekki of lengi því ástandið nú sé að verða samfélaginu skaðlegt.

Fundur miðstjórnar Framsóknarflokksins stendur nú í Valsheimilinu og eins og fram kom í hádegisfréttum viðurkenndi formaðurinn ábyrgð flokksins á aðdraganda efnahagshrunsins.

Jón Sigurðsson fyrrum formaður flokksins gagnrýndi nýja forystu flokksins harðlega í nýlegri grein, sagði hana skorta framtíðarstefnu og hafa dottið niður í vel meint en vanhugsað vinsældahlaup um ófæra flata skuldalækkun.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins svarar þessari gagnrýni með því að mikil endurnýjun og breytingar hafi átt sér stað innan flokksins. Ekki sé skrýtið ef einhverjir vilji halda í gömlu stefnuna.

Jón Sigurðsson sakaði núverandi flokksforystu um einangrunarstefnu andspænis Evrópu en því vísar Sigmundur Davíð á bug, segir Evrópusambandsumsókn vera nú í höndum stjórnarflokkanna.

Sigmundur Davíð vonast til að kosningar verði áður en of langt um líður því ástandið sé orðið mjög skaðlegt fyrir samfélagið.(ruv.is)

Það er virðingarvert,að Framsókn skuli játa ábyrgð á hruninu og að hafa gert mistök.Sannleikurinn er sá,að Framsóknm á ekki minni sök á hruninu en Sjálfstæðisflokkurinn.Án aðstoðar Framsóknar hefði íhaldið ekki getað komið einkavæðingunni í gegn.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband