Sunnudagur, 25. apríl 2010
Segir að krónan styrkist á næstu misserum
Efnhags- og viðskiptaráðherra telur allt benda til þess að krónan fari að styrkjast á næstu misserum. Gjaldeyrishöftum verður hins vegar ekki aflétt í bráð vegna þeirra tafa sem orðið hafa á framvindu efnhagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Gengi krónunnar hefur haldist nokkuð stöðugt á þessu ári enda er krónunni haldið á floti með ströngum gjaldeyrishöftum. Efnhags- og viðskiptaráðherra telur þó líklegt að krónan muni styrkjast á þessu ári.
Það er allt sem bendir til þess að hún sé undir eðlilegu langtíma jafnvægisgengi núna og muni þess vegna styrkjast á næstu misserum. en nákvæmlega hvenær það gerist það veit ég ekki og það veit í rauninni enginn," segir Gylfi. Litlar breytingar hafa orðið á gengi krónunnar frá áramótum. Evran er þó tíu krónum ódýrari en á móti hefur dollarinn styrkst.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur litlar líkur á því að hægt verði að hefja afnám gjaldeyrishafta fyrr en í fyrsta lagi eftir tólf mánuði. Gylfi segir að fyrst verði að tryggja stöðugt gengi og eðlilegt innstreymi gjaldeyris.
(visir.is)
Þetta eru góðar fréttir hjá viðskiptaráðherra. Krónan er of veik í dag og mikil nauðsyn á því að hún styrkist og nái eðlilegri skráningu.Þegar hún styrkist lækkar verð innfluttra vara og greiðsla af erlendum lánum lækkar þá einnig.Það er því til hagsbóta fyrir landsmenn að krónan styrkist.
Björgvin Guðmundsson
Þessar forsendur eru allar smám saman að skapast nema hvað gjaldeyrisforðinn er minni heldur en hann hefði verið ef við hefðum ekki orðið fyrir öllum þessum töfum hjá alþjóðagjaldeyrissjóðnum. En nú horfir það till betri vegar þannig að fyrr eða síðar getum við farið að taka næstu skref," segir Gylfi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.