Sunnudagur, 25. apríl 2010
Segir stjórnvöld hafa verið í gíslingu viðskiptalífsins
Þrír háskólar standa fyrir ráðstefnu um helgina í Reykjavík og á Akureyri þar sem sérfræðingar leitast við að svara spurningum sem skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis vekur upp.
Jón segir að stjórnvöld hafi gengist inn á þá skilgreiningu bankanna skömmu vorið 2008 að vandi þeirra væri ímyndartengdur. Mikilvægt sé að líta ekki svo á að vandi stjórnmála, lýðræðis og stjórnmálaflokka sé ímyndarvandi, því hann sé djúpstæðari. Þessvegna geti stjórnmálamenn ekki endurheimt traust með því að gefa út fagrar yfirlýsingar.
Mikið þurfi að breytast inni í stjórnkerfinu, starfsaðferðir og leiðir til að meta hluti og taka ákvarðanir. Flokkarnir þurfi hugsanlega að taka sjálfa sig til rækilegrar endurskoðunar. Ekki sé hægt að setja sér markmið um að endurheimta traust því það geti tekið langan tíma.(ruv)
Mér finnst það of sterkt að orði kveðið að segja að stjórnvöld hafi verið í gíslingu viðskiptalífsins.En alla vega hafði viðskiptalífið orðið óeðlilega mikil áhrif á stjórnmálin.Viðskiptajöfrunum var alltof mikið hampað og peningar voru dýrkaðir. Önnur góð og gömul gildi viku til hliðar fyrir peningahyggju.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.