Ekki á að mótmæla við heimili fólks

Undanfarið hefur fólk safnast saman við heimili vissra stjórnmálamanna til þess að mótmæla.Einkum hefur verið mótmælt við heimili Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Steinunnar Valdísar.Þorgerður Katrín sagði  af sér sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins og vék tímabundið af þingi út af fjármálum manns síns og þeirra hjóna.Um mál hennar er getið í skýrslu sannsóknarnefndar alþingis.Einnig er getið um það í skýrslunni,að Steinunn Valdís hafi þegið  háa styrki frá fyrirtækjum í prófkjörsbaráttu.Ég er algerlega andvígur því að fólk safnist saman við heimili þessa fólks og annarra til þess að mótmæla.Heimilið á að vera friðhelgt.Það má mótmæla  störfum þessa fólks og annarra þingmanna við alþingi.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband