Sunnudagur, 25. apríl 2010
Marka þarf stefnu til framtíðar
Á Sprengisandi Sigurjóns Egilssonar á Bylgjunni var í morgun rætt um stjórnmál,stöðu alþingis og hrunskýrsluna.Meðal þátttakaenda í umræðunni voru Þorsteinn Pálsson,fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins,Svavar Gestsson,fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, Sigríður Ingibjörg,þingmaður Samfylkingarinnar og Ragnheiður Elín Árnadóttir, nýkjörinn formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.Fram kom,að of mikill tími færi í umræður um persónur stjórnmálamanna en lítið sem ekkert væri rætt um stefnumál til framtíðar.Þorsteinn Pálsson taldi brýnt að ræða framtíðarsýn í stjórnmálum.
Það er rétt,að of lítið er rætt um stefnumál til framtíðar.T.d. er ekkert rætt í dag um afstöðu Íslands til ESB. Það var fleygt inn umsókn. En henni hefur ekki verið fylgt eftir með áróðri,með kynningu.Ef kosið væri um aðild í dag yrði hún kolfelld.Nauðsynlegt er að marka stefnu til framtíðar.
Björgvin Guðmundssoin
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.