Dagur umhverfisins´er í dag

Dagur umhverfisins er í dag og er tileinkaður líffræðilegri fjölbreytni. Fræðsla um býflugur, gönguferðir í kringum Reykjavíkurtjörn, hjólreiðaráðgjöf og umhverfisleikir eru meðal þess sem hægt er að upplifa í tilefni dagsins.

Dagur umhverfisins er haldinn ár hvert á fæðingardegi Sveins Pálssonar, fyrsta íslenska náttúrufræðingsins. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, afhendir í Þjóðmenningarhúsinu viðurkenningar til grunnskólabarna og fyrirtækja fyrir störf á sviði umhverfismála. Að auki heiðrar umhverfisráðuneytið minningu Sigríðar Tómasdóttur í Brattholti með því að afhenda sérstaka náttúruverndarviðurkenningu henni til heiðurs.

Margt er í boði í dag fyrir þá sem vilja leiða hugann að umhverfinu. Meðal þess er  leiðsögn Fuglaverndar og Félags umhverfisfræðinga um fuglalíf og gróður í Reykjavíkurtjörn og Vatnsmýri. Landsamtök hjólreiðamanna veita hjólreiðaráðgjöf við Norræna húsið og í Fjölskyldu og húsdýragarðinum býður býflugnabóndi upp á fræðslu um býflugur. Umhverfisleikir fyrir alla fjölskylduna verða í Grasagarði Reykjavíkur, Sveitafélagið Árborg er með dagskrá í fuglafriðlandinu Flóa og í Mosfellsbæ veita fuglafræðingar leiðbeiningar um fuglalíf í fuglaskoðunarhúsinu við Leirvog í Mosfellsbæ. (ruv.is)

Það er vel til fundið að hafa dag umhverfisins á hverju ári.Ekki veitir af að leiða hugann að umhverfinu og varðveislu þess.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband