Mánudagur, 26. apríl 2010
Eiga stjórnir lífeyrissjóða að víkja?
Miklar umræður eiga sér nú stað um lífeyrissjóðina og stjórnir þeirra.Lífeyrissjóðirnir hafa tapað miklum fjármunum á röngum fjárfestingum.Og af þeim sökum þarf nú að skerða lífeyrisréttindi félagsmanna í mörgum lífeyrissjóðum.Það er alvarlegt mál,að sjóðfélagar fái ekki fullan lífeyri,þegar þeir komast á eftirlaunaaldur og hafa greitt í lífeyrissjóð alla ævi.Síðan bætist það við,að margir framkvæmdastjórar lífeyrissjóða hafa bruðlað með fjármuni sjóðanna,tekið óeðlilega há laun og verið með alls konar hlunnindi,sem verða að flokkast undir hreint bruðl.Í sumum sjóðum hafa stjórnarmenn einnig bruðlað.Krafa margra sjóðfélaga er sú,að skipt verði um stjórnir í lífeyrissjóðunum.
Best væri að nota tækifærið nú til þess að setja ný lög um lífeyrissjóðina og tryggja sjóðfélögum raunveruleg völd í sjóðunum.Best er að sjóðfélagar sjálfir fari með stjórn sjóðanna. Það þarf að afnema helmingastjórnir atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar. Sjóðfélagar eiga að kjósa alla stjórnarmenn á aðalfundum sjóðanna.Slík breyting mundi tryggja nægilega endurnýjun og breytingu á stjórnum sjóðanna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.