Mánudagur, 26. apríl 2010
Gosið er nú stöðugra
Jarðvísindamenn flugu yfir gosstöðvarnar í dag í flugvél Landhelgisgæslunnar. Skyggni var af skornum skammti en ágæt radarmynd náðist. Þar sjást greinilega ískatlar sem mynduðust á fyrstu dögum gossins. Í einum katlinum er að myndast gjall- og klepragígur. Gosið hefur náð ákveðnu jafnvægi. Svo lengi sem það heldur áfram þá hleður það upp þennan gjall- og klepragíg. Hraunið mun væntanlega renna áfram til norðurs og það mun smám saman éta jökulinn, segir Björn Oddsson, jarðfræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ.
Breytingarnar á gosstöðvunum koma vel fram á radarmyndum sem hafa verið teknar síðustu daga. Áfram má búast við einhverju öskufalli.(ruv.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.