Þriðjudagur, 27. apríl 2010
Innistæður í bönkum eru tryggðar
Það var Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Framsóknarflokksins sem spurði fjármálaráðherra um málið á þingi í dag. Ástæðan var blaðaviðtal við Seðlabankastjóra nýverið þar sem hann segi að það kunni að vera að breyta þurfi lögum um innistæður í einu vetfangi. Þetta sagði þingmaðurinn áhyggjuefni og spurði hvort sá tímapunktur væri að nálgast að innistæðutrygging yrði afturkölluð.
Ég held það sé hollt fyrir okkur að velta þessu fyrir okkur, ekki síst í ljósi þess að við höfum ekki hugmynd um, og ekki fengið hér nein svör, hverjir eiga að minnsta kosti tvo af bönkunum sem er nýbúið að einkavæða, sagði Gunnar Bragi.
Það er mikilvægt að árétta það að allar innistæður eru eins og sakir standa tryggðar þar til annað verður boðað, sagði fjármálaráðherra.(visir,is)
Það eru yfirlýsingar ráðamanna,sem segja,að allar innistæður í bönkum séu tryggðar.En í lögum segir,að rúmlega 20 þús. evrur á mann séu tryggðar,þ.,e. sú upphæð,sem kveðið er á um í tilskipun ESB. Unnið er að því að hækka þá upphæð í lögum í 50 þús. evrur. Stefnt mun síðan að því að trygging ríkiisins fyrir ótakmarkaðri upphæð innistæðna verði felld úr gildi á einhverjum tímapunkti.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Í raun sagði Steingrímur að engar tryggingar væru fyrir innstæðum. Hann sagði að þær væru fyrir hendi núna en ekki endanlega til framtíðar.
Er hann ekki að spá nýju bankahruni ef þessi ágæta félagshyggjustjórn breytir ekki um stefnu í peningamálum, þá er allt hrunið aftur. Hvað verður þegar bankarnir draga til sín flestar þeirra fasteigna sem boðnar verða upp eftir 1.október.
Baldur B.Maríusson (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.