Er frjálslyndum að fatast flugið?

Leiðtogi Frjálslyndra demókrata í Bretlandi hefur dregið til baka yfirlýsingu sína um að hann vilji starfa með Íhaldsflokknum eftir kosningar. Nú segist hann einnig vilja vinna með Verkamannaflokknum.

Bresku þingkosningarnar fara fram á fimmtudaginn eftir viku og lítur allt út fyrir að lokasprettur kosningabaráttunnar verði afar spennandi.

Undanfarna daga hefur kosningabaráttan að miklu leyti snúist um Frjálslynda demókrata, en flokkurinn hefur verið þriðji stærsti stjórnmálaflokkur landsins í meira en 20 ár. Svo virðist sem að Nick Clegg, leiðtogi flokksins, sem stolið hefur senunni sé að einhverju leiti að fatast flugið. Í fyrrakvöld vakti mikla athygli yfirlýsing hans um að hann ætlaði að snúa sér til Íhaldsflokksins um myndun nýrrar ríkisstjórnar fengi enginn flokkur meirihluta. Clegg sagði ennfremur að yrði Verkamannaflokkurinn þriðji stærsti flokkur Bretlands eftir kosningarnar ætti flokkurinn ekki að koma að stjórn landsins á næstu árum.

Ummælin vöktu hörð viðbrögð á vinstrivæng stjórnmálanna og nú hefur Clegg dregið í land og sagst jákvæður fyrir samstarfi við Verkamannaflokkinn eftir kosningar. Hann vilji hins vegar ekki vinna með Gordon Brown leiðtoga flokksins og núverandi forsætisráðherra. Hans tími sé einfaldlega liðinn.

(vísir.is)

Ljóst er að frjálslyndir í Bretlandi eru í oddaaðstöðu.Þeir geta ráðið því hvor flokkanna,Verkamannaflokkur eða Íhaldsflokkur verða við völd eftir kosningar ásamt þeim.Skoðanakannanir sýna,að  allir þrír flokkarnir eru nú svipaðir að stærð enda þótt Íhaldsflokkurinn mælist alltaf  stærstur.Þar á móti kemur að  kjördæmaskipanin er Verkamannaflokknum hagstæð og er talið að miðað við síðustu skoðanakannanir fái Verkamannaflokkurinn flest þingsæti.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband