Þriðjudagur, 27. apríl 2010
Styrkir til stjórnmálamanna voru venja og þóttu eðlilegir
Mikill atgangur hefur verið í fjölmiðlum út af styrkjum til stjórnmálamanna áður en lögleiddar voru reglur um slíka styrki.Umræðan um þetta mál virðist stjórnast meira af kappi en forsjá.Ekki er eðlilegt að ráðist sé að stjórnmálamönnum fyrir að taka við styrkjum á meðan engar reglur giltu um þá og engin hámörk voru í gildi.Ég fullyrði,að hér áður fyrr neitaði enginn stjórnmálaflokkur eða stjórnmálamaður fjárframlagi vegna kosninga eða prófkjörs.Að vísu tíðkuðust þá ekki háir styrkir en það þótti eðlilegt að veita slíkum styrkjum viðtöku og ég tel,að stjórnmálamenn hafi ekki veitt neina fyrirgreiðslu á móti .Þess vegna er það alveg út í hátt að ráðast að stjórnmálamönnum fyrir að veita slíkum styrkjjum viðtöku. Menn spiluðu eftir kerfinu svo einfalt var það. Samfylkingin barðist lengi fyrir því að setja hámörk á styrki frá atvinnufyrirtækjum og fyrir að allar upplýsingar um slíka styrki væru uppi á borðinu og birtar opinberlega.Sjálfstæðisflokkurinn lagðist ávallt gegn þessum tillögum.En loks varð samkomulag um hámörkj styrkja til stjórnmálaflokka.
Ég tel að banna eigi alla styrki fyrirtækja til flokka og frambjóðenda.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.