Ríkisstjórnin lætur 350 mill.kr. í markaðsátak fyrir ferðaþjónustu

Ríkisstjórnin óttast að 25 - 30 milljóna króna tap verði á ferðaþjónustunni á þessu ári í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli. Á blaðamannfundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu lýstu forsætis-, fjármála- og iðnaðarráðherra yfir áhyggjum sínum yfir stöðu mála í ferðaþjónustu, enda þykir ljóst að ferðamönnum hingað til lands fækka um 100,000 í sumar.

Því á nú að setja töluverða fjármuni í markaðsátak í ferðaþjónustunni. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði á fundinum  að ríkisstjórnin hygðist verja til þessa verkefnis allt að 350 milljónum, en það yrði ávallt helmingur á móti framlagi greinarinnar sjálfrar og hugsanlega annarra aðila, eins og til dæmis sveitarfélaga sem gætu komið inn í verkefnið.(ruv.is)

Það er fagnaðarefni,að ríkisstjórnin skuli hafa ákveðið að láta 35o millj.kr.   í markaðsátak fyrir ferðaiðnaðinn.Samdrátturinn í kjölfar gossins er mjög alvarlegur og gera verður allt sem mögulegt er til þess að rétta hann við.

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband