Halldór Ásgrímsson neitar

Halldór Ásgrímsson fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins neitar því að hann og Davíð  Oddsson hafi ákveðið helmingaskipti við einkavæðingu bankanna og í raun ákveðið að íhaldsvinir fengju Landsbankann en Framsóknarvinir fengju  Búnaðarbankann.Það  kann að vera,að  það finnist engin fundargerð,sem  staðfesti það að þeir hafiu ákveðið  þetta.En Steingrímur Ari Arason  sagði sig úr einkavæðingarnefnd vegna þess að horfið var frá faglegum vinnubrögðum og tekin upp pótísk hrossakaup í staðinn.Davíð Oddsson hafði boðað dreifða eignaraild að bönkunum en hvarf frá því til þess að láta Björgólf vin sinn fá Landsbankann. Halldór lét Ólaf ÓIafsson fá Búnaðarbankann ásamt fleiri vinum.Til þess að tryggja að S-hópurinn ( Framsóknarvinirnir) fengju  Búnaðarbankinn greip hópurinn til þess ráðs að segja að tryggur erlendur bank mundi verða með þeim við kaup á bankanum.Var fyrst bent á franskan banka í þessu sambandi en síðan var bent á þýskan banka. Sá þýski fannst þó tæpast.Þar reyndist um netbanka  að ræða sem var enginn alvörubanki og gat ekki komið með neina sérþekkingu inn í Búnaðarbankann.Svo virtist sem þýski bankinn væri leppur. En þessi banki dugði til þess að S-hópurinn var tekinn fram yfir Kaldbak sem einnig vildi fá bankann.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband