Þriðjudagur, 27. apríl 2010
Jóhanna ætlar ekki að dæma um styrkina
Frá útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hefur umræða um styrki til stjórnmálamanna farið hátt. Fjölmargir hafa þegið styrki, þeirra á meðal Helgi Hjörvar og Steinunn Valdís Óskarsdóttir en hún fékk yfir 12 milljónir króna í styrki frá bönkum og fyrirtækjum vegna prófkjara. Steinunn Valdís hefur sagt að hún ætli ekki að segja af sér þingmennsku vegna þessa, en útilokar ekkert komist umbótanefnd Samfylkingarinnar að annarri niðurstöðu.
Ég vísa til þess að fleiri flokkar hafa tekið á móti mjög háum styrkjum. Við vorum í umhverfi sem var mjög óeðlilegt, en sem betur fer eru komnar reglur á þessa hluti," sagði Jóhanna í samtali við fréttastofu. Ég held að Steinunn Valdís hafi ekki brotið neinar reglur sem voru í gangi á þessum tíma."(ruv.is)
Afstaða Jóhönnu er eðlileg.Hún vill ekki setjast í dómarasæti.Og hún bendir á að Steinunn Valdís hafi ekki brotið neinar reglur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvaða máli skiptir það hvað aðrir hafa flokkar hafa fengið, henni finnst sjálfsagt gott að fela sig bak við Sjálfstæðisflokkinn, en það var ekkert verið að spurja hana um aðra flokka svo þessi svör hennar eru beint út í hafsauga.
Baldur B.Maríusson (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.