Miðvikudagur, 28. apríl 2010
LEB:Eldri borgarar mega ekki við skerðingum lífeyris frá lífeyrissjóðum
Undanfarið hafa borist fréttir af skerðingu lífeyris hjá mörgum lífeyrissjóðumj. Skerðingin er á bilinu 10-16%.Slík skerðing er mjög tilfinnanleg fyrir ellilífeyrisþega. Eldri borgarar mega alls ekki við svona skerðingum segir Helgi K.Hjálmsson,formaður Landssamband eldri borgara.Tryggingastofnun bætir skerðinguna að hluta til.
Lífeyrisþegi,sem hefur 50 þús. kr. á mánuði úr lífeyrissjóði fær aðeins 130 þús á mánuði frá almannatryggingum fyrir skatt eða 50 þús. kr. minna en sá,sem aldrei hefur greitt neitt í lífeyrissjóð.Hér er átt við einhleypan mann.Sá,sem hefur greitt í lífeyrissjóð og hefur 50 þús, á mánuði frá lífeyrissjóðnum en því ekki betur settur en sá,sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð.Nú skerðist lífeyrir sjóðfélagans um 10 % eða um 5 þús. á mánuði.Ljóst er,að þetta kerfi er meingallað.Það verður að afnema skerðingarnar og það þarf að taka lífeyrissjóðina úr höndum braskaranna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.