Jóhanna:Taka ber málskotsréttinn af forseta

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar vill að málskotsrétturinn verði tekinn af embætti forseta Íslands.

Jóhanna Sigurðardóttir vill að þjóðinni verði færður beinn réttur til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslu um einstök mál. Þetta kom fram í máli Jóhönnu á blaðamannafundi að loknum ríkisstjórnarfundi í hádeginu. Ólafur Ragnar Grímsson hefur tvívegis nýtt málskotsréttinn, fyrstur forseta lýðveldisins. Jóhanna segir þingflokk Samfylkingarinnar leggja mikla áherslu á að frumvarp um stjórnlagaþing verði að lögum á yfirstandandi þingi en það á að endurmeta hlutverk forseta Íslands. Jóhanna sagði í ræðu sinni á flokksráðsþingi Samfylkingarinnar nýlega að hún vildi sjá að forsetaembættinu yrðu settar siðareglur.(visir,is)


Ég tel,að annað hvort eigi að setja reglur um málskotsrétt forseta  og halda honum eða þá að afnema þennan rétt og auka möguleika á þjóðaratkvæðagreiðslum.Ef síðari  leiðin er farin mætti hugsa sér að ákveðinn minni hluti á alþingi gæti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu og/eða ákveðinn huti af kjósendum. Aðalatriðið er að auðvelt verði að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvert er hlutverk forseta ef málskotsréttur hans verður afnuminn? 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband