Æ fleiri leita aðstoðar hjálparstofnana

Beiðnum til hjálparstofnana um aðstoð hefur fjölgað gríðarlega undanfarin misseri. Mun fleira ungt fólk sækir nú um aðstoð en áður. Rúmlega 500 fjölskyldur fengu mataraðstoð hjá Fjölskylduhjálpinni í dag.

Fram kom í erindi Vilborgar Oddsdóttur, félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, á prestastefnu í dag að á tímabilinu janúar til mars hefðu 2578 fjölskyldur sótt um aðstoð hjá hjálparstofnun kirkjunnar en það eru fimmfalt fleiri fjölskyldur en á sama tímabili árið 2008.  

Sífellt fleira ungt fólk leitar sér aðstoðar, ýmist hjá kirkjunni eða hjá öðrum hjálparstofnunum. Fjölskylduhjálpin útdeilir matargjöfum á miðvikudögum og þar biðu margir eftir aðstoð í dag, enda stutt í mánaðamót. Þangað komu til dæmis veikur maður sem ekki átti fyrir lækniskostnaði né fyrir fargjaldi í strætó og móðir sem gat ekki haldið uppá afmæli barns síns vegna auraleysis og fengu þau úrlausn mála sinna.

Þangað kom líka Atli Jóhann Einarsson en hann er atvinnulaus. Hann segist leita aðstoðar vegna þess að atvinnuleysisbæturnar duga ekki fyrir öðru en afborgunum á húsnæði og bíl. Hann segist ekki eiga fyrir mat og ekki hafa annan kost en að sækja sér hjálp.

Ríflega ellefu þúsund börn eiga atvinnulausa foreldra. Hjá 500 þeirra eru báðir foreldrar án atvinnu. Formaður velferðarvaktarinnar sagði á Prestastefnu í dag að koma verði í veg fyrir að fátækt barna nái að skjóta rótum hér á landi. Fólkið í röðinni hjá Fjölskylduhjálpinni var sammála um að stjórnvöld væru ekki að standa sig. Atli Jóhann fullyrðir að ráðamenn þjóðarinnar hafi aldrei þurft að líða sult og leggur til að þeir prófi að bíða í einn og hálfan tíma í röð eftir mataraðstoð.(ruv.is)

Björgvin Guðmundsson

 

 

frettir@ruv.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband