Matarkarfan hefur hækkað um 66% frá 2006

Matarkarfan hefur hækkað um 66 prósent frá árinu 2006 samkvæmt könnun SFR og birtist í nýjasta hefti tímarits stéttafélagsins sem er komið út.

Þá segir ennfremur að matarkarfan hafi hækkað um rúm 34 prósent frá því í október 2008.

„Það er gríðarleg hækkun á aðeins 18 mánaða tímabili en á sama tíma (október 2008 til mars 2010) hefur vísitala neysluverðs hækkað um 12,6%," segir svo í greininni. Við þetta bætist að kaupmáttur launa hefur rýrnað um 8,3 prósent frá október 2008. Það er því ljóst, að mati SFR, að matarkaup eru almennt orðin hlutfallslega stærri og þyngri hluti heimilisútgjalda.

(visir.is) Þegar litið er á þessa miklu hækkun matvæla og lækkun kaupmáttar á tímabilinu frá 2008 ( 6,3%) sést hve gígurleg kjaraskerðing hefur orðið. Fjármunir hafa verið fluttir frá almenningi til útflutningsgreina og ferðaþjónustu með stanslausri lækkun krónunnar.Áður voru formlegar gengislækkanir og  almenningur mótmælti.Nú er krónan látin síga stöðugt og enginn segir neitt.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eg tel að hækkanir séu meiri en þetta... maður fer ekki út í búð fyrir minna en 5000 kjell, og fer þá heim með næstum tóman poka.

Svona er ísland í dag

DoctorE (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 15:42

2 Smámynd: Friðrik Jónsson

Enda er fólk sem þykir mjög vænt um sitt land og vill helst hvergi annars staðar vera,farið að skoða að fara úr landi til að getað lifað sómasamlegu lífi,ég er einn af þeim því miður.

Friðrik Jónsson, 29.4.2010 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband