Fimmtudagur, 29. apríl 2010
Forsetinn:Var Jóhanna of fljót á sér?
Mjög eru skiptar skoðanir um þá yfirlýsingu Jóhönnu Sigurðardóttur,forsætisráðherra,að taka eigi málskotsréttinn af forseta Íslands.Yfirlýsingin kom nokkuð á óvart og ekki hafði heyrst að málið hefði verið rætt í Samfylkingunni.Það skiptir miklu máli hvort forsetinn hefur málskotsrétt eða ekki.Þegar forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar gefur yfirlýsingu hefur hún mikinn þunga.Flestir munu telja,að þessi yfirlýsing þýði að Samfylkingin hafi ákveðið að taka eigi málskotsréttinn af Samfylkingunni.Á meðan fundir voru um endurskoðun stjórnarskrárinnar kom þessi tillaga ekki fram frá fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni.Hér er því um stefnubreytingu að ræða hjá Samfylkingunni.Vonandi hefur formaður Samfylkingarinnar rætt þess mál í þingflokknum og jafnvel í flokksstjórn áður en yfirlýsingin var gefin.
Ég tel koma til greina að taka málskotsréttinn af forseta en ég tel einnig hugsanlegt að forseti haldi þessum rétti með ákveðnum skilyrðum. Í öllu falli þarf að auðvelda að koma á þjóðaratkvæðagreiðslu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta hefur auðvitað ekkert verið rætt í Samfylkingunni almennt, kanski í innsta hring Jóhönnu, þetta er bara í anda þess foringjaræðis sem ISG tók upp í flokknum þegar hún fór þar fyrir stafni.
Má þar nefna að bjóða bankaglæponum eins og Bjarna Ármannsyni og Bjögga í Landsbankanum að vera sérstkir heiðursgestir á Landsfundum Samfylkingarinnar og mæra þá svo og kyssa og baða sig í sviðsljósinu með þessu liði.
Sama má segja þegar hún í einu vettvangi í einni af sínum frægu Borgarnesræðum snarbreyttri ágætri sjávarútvegs- og kvótastefnu Samfylkingarinnar, bara til þess að koma til móts við LÍÚ klíkunna og geta myndað stjórn með Sjálfstæðisflokknum sem hún heitast þráði.
Þetta gerði hún án þess að svo mikið sem ráðfæra sig við einn einasta mann í Samfylkingunni.
Samt þóttist hún boða sérstök, ja hvað hét það nú "samræðustjórnmál" eða eitthvað álíka en svo vildi hún halda öllu leyndu fyrir bankamálaráðherranum Björgvingi G. sínum eigin samherja og bankamálaráðherra.
Þetta er foringjaræði og aumingja Jóhanna hefur fengið þessi ósköp í arf og heldur að svona eigi foringjar í jafnaðarmannaflokki að haga sér.
Þegar hér var komið sögu í sögu Samfylkingarinar sagði ég mig úr flokknum.
Enda tekur flokkinn örugglega mörg ár að vinna sig út úr því tjóni sem þessi fyrrum formaður vann flokknum og svo í ofanálag kemur ein vitleysan enn og það er þessi arfavitlausa ESB umsókn sem á eftir að verða flokknum dýrkeyptur eiturbikar.
Þetta veist þú alveg Björgvin, búinn að vera þarna innanbúðar í áratugi.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.