106 fyrirtæki gjaldþrota í mars

Í mars 2010 voru 106 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 100 fyrirtæki í mars 2009, sem jafngildir 6% fjölgun milli ára. Eftir bálkum atvinnugreina voru flest gjaldþrot í Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum og í bálknum Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Fyrstu þrjá mánuði ársins 2010 er fjöldi gjaldþrota 292 sem er tæplega 12% aukning frá sama tímabili árið 2009 þegar 261 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta.(Hagstofan)

Ástæða gjaldþrotanna er banka-og efnahagshrunið.Fyrirtækin töpuðu miklum fjármunum við hrunið og markaðurinn,salan, hrundi einnig. Þó bankarnir hafi verið endurreistir er lítið um útlán þeirra til fyrirtækja,sem hafa haldið sér á  floti. Bankarnir hafa fyrst og fremst hjálpað stórum fyrirtækjum og tekið mörg þeirra yfir.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband