Föstudagur, 30. apríl 2010
Össur vill,að forsetinn haldi málskotsrétti
Forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru ósammála um það hvort afnema eigi málskotsrétt forseta Íslands. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund á þriðjudaginn að hún teldi að leggja ætti niður málskotsréttinn í núverandi mynd. Hún vildi að þjóðin gæti sjálf kallað beint eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.
Í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun benti Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á að þetta væri í mótsögn við skoðun Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra og þáverandi formanns Samfylkingarinnar, þegar forseti beitti málskotsréttinum á fjölmiðlafrumvarpið. Hann hefði þá verið þeirrar skoðunar að málskotsréttur forsetans væri nauðsynlegur. Össur svaraði Sigurði Kára því til að hann væri enn sömu skoðunar og hann var í fjölmiðlamálinu. Hann útilokaði hins vegar ekki að skoðun hans myndi breytast ef stjórnlagaþing kæmist að þeirri niðurstöðu að breyta ætti málskotsréttinum.
Sigurður Kári Kristjánsson sagði að klofningur væri í ríkisstjórninni um synjunarvald forsetans. Mikilvægt væri að ríkisstjórnin markaði sér stefnu í þessum efnum. Össur sagðist vera ósammála þessu mati. Það væri stjórnlagaþings að móta stefnuna í þessum efnum.
(visir.is)
Samkvæmt þessu er ljóst,að Samfylkingin hefur ekki markað þá stefnu,að málskotsrétturinn verði tekinn af forsetanum.Formaður Samfylkingarinnar vill,að það verði gert.En eins og Össur sagði á þingi í morgun verður það stjórnlagaþing,sem tekur þetta mál fyrir.
Björgvin Guðmundsson
Fleiri fréttir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.