Mótmælendur heimta blóð

Það er mikil reiði í þjóðfélaginu.Það ólgar undir niðri  enda þótt ólgan  hafði lítt brotist upp á yfirborðið.Þetta er eðlilegt:Enginn hefur enn verið látinn axla ábyrgð vegna bankahrunsins.Það finnst mönnum ranglátt.En á meðan beðið er eftir því, að ákæruvaldið gefi út fyrstu ákærurnar safnast mótmælendur saman fyrir utan hús alþingismanna og mótmæla því, að þeir hafi þegið styrki  fyrir mörgum árum.Það er fráleitt.Þessir alþingismenn bera ekki ábyrgð á hruninu.Þeir hafa ekkert brotið af sér.Þeir hafa engar reglur brotið.Strangar reglur um styrki til stjórnmálamanna og flokka hafa aðeins verið tiltölulega skamman tíma í gildi.En það halda mótmælendum engin bönd.Þeim finnst betra að veifa röngu tré en öngvu.Þeir heimta blóð.

 Nær væri að beina sjónum að þeim,sem bera raunverulega sök á því að bankakerfið hrundi og hér fór allt á hliðina.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Eigum við þá að beina reiði okkar að þeim sem veita Björgólfi Thor fyrirgreiðslu og forgjöf í annað sinn?  Það sýnir sig að ekkert hefur breyst.  Því miður.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 13:42

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

''Það er mikil reiði í þjóðfélaginu.'' Samt hafa aðeins fáir einstalingar sótt þingmennina heim. Miklu fleiri krefja þá um ábyrgð sem þeir virðast ekki ætla að sýna. Það er búið að marg sýna fram á það að ekki dugar að benda á að engar formlegar reglur hafi verið brotnar. Það er ósanngjarnt að segja að mótmælendur heimti bara blóð, svona til að hefna sín án tilefnis en á bak við kröfu þeirra sé engin málefnaleg hugsun. Að þeir vilji fremur veifa röngu tré en öngvu. Alþingismenn bera líka vissa ábyrgð á hrunininu með andvaraleysi sínu. Sjónum er líka beint að þeim sem mesta ábyrgð bera á bankahruninu. Það fer eki framhjá neinum. En það er gleðilegt að almenningur sýni stjórnmálamönnum í fulla hnefana. Þeir hafa ekki staðið sig svo vel.

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.4.2010 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband