Einkavæðing bankanna: Faglegum sjónarmiðum var vikið til hliðar

Í skýrslu rannsóknarnefndar alþingis um bankahrunið er fjallað um einkavæðingu bankanna.Þar kemur fram,að Steingrímur Ari,sem sæti átti í einkavæðingarnefnd hafi sagt sig úr henni vegna þess að faglegum sjónmiðum hafi verið vikið til hliðar.Steingrímur fékk það  á tilfinninguna,að ákvarðanir hafi í æ ríkari  mæli verið teknar af foringjum stjórnarflokkanna en ekki af einkavæðingarnefnd eða ráðherranefnd um einkavæðingu.Þetta voru vinnubrögð sem Steingrímur Ari gat ekki sætt sig við.Þess vegna sagði hann sig úr nefndinni.Þá kemur það einnig fram í skýrslunni,að það réði úrslitum um það að tilboðði S-hópsins var tekið í Búnaðarbankann,að bjóðendur sögðu,að mikilvægur erlendur banki væri meðal kaupenda. Það reyndist ekki rétt. Það var enginn erlendur alvörubanki með S-hópnum,heldur aðeins netbanki, sem ekkert gagn var í.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband