Álútflutningur meiri en útflutningur sjávarafurða

Aukið verðmæti útflutnings milli mánaða á sér rót í báðum helstu útflutningsvörum Íslands, sjávarafurðum og áli. Álútflutningur nam 22,6 milljörðum kr. og hefur hann aldrei verið meiri í krónum talið í einum mánuði. Útflutningur sjávarafurða nam 20,5 milljörðum kr. í mars og hefur hann ekki verið meiri í krónum talið frá október síðastliðnum.

Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallað er um vöruskiptin í mars en Hagstofan birti tölur um þau í morgun.

Í Morgnkorninu segir að álverð á heimsmarkaði sótti verulega í sig veðrið á seinni hluta síðasta árs. Við lok markaða í gær kostaði áltonnið u.þ.b. 2.200 dollara og er álverð nú á svipuðum slóðum og haustið 2007 og hér um bil 70% hærra en það fór lægst fyrir rúmu ári.

Greiningin segir að áfram mun væntanlega verða verulegur afgangur af vöruskiptum við útlönd, enda ríkir enn hægagangur í innlendu hagkerfi á sama tíma og skilyrði útflutningsgreina eru um margt hagstæð.

Við gjaldeyrisinnflæði vegna þessa afgangs mun svo næstu mánuðina líklega bætast við töluvert innflæði vegna afgangs af þjónustujöfnuði. Mikil árstíðarsveifla er í þjónustujöfnuðinum vegna árstíðabundinna ferðamannatekna. Setji Eyjafjalljökull ekki frekara strik í þann reikning en orðið er gæti gjaldeyrisflæði vegna vöru- og þjónustuviðskipta þannig þokað krónunni frekar í styrkingarátt fram undir haustið.

(visir.is)Það er athyglisvert,að álútflutningur skuli vera meiri í mars en útflutningur sjávarafurða. Þetta stafar m.a. af því að ál hefur hækkað mikið í verði. En ljóst er,að álframleiðsla er orðinn ein aðalframleiðslugrein landsmanna.

 

Björgvin Guðmundsson 





 

  •  
    •  

     


    « Síðasta færsla | Næsta færsla »

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband