Lífeyrissjóðirnir: Sjóðfélagar vilja fá áhrif á stjórnina

Flestir af stóru almennu lífeyrissjóðunum eiga það sameiginlegt að almennir sjóðsfélagar og fólk sem þiggur greiðslur úr sjóðunum hafa ekkert um það að segja hvernig þeim er stjórnað.

Deilur komu upp vegna þessa á ársfundi lífeyrissjóðsins Gildis í vikunni. Þar lögðu almennir sjóðsfélagar til að stjórnin viki, sem og framkvæmdastjóri flokksins. Mikill hiti var á fundinum, en tillagan var engu að síður felld með öllum greiddum atkvæðum.

Þetta helgast af þeim reglum sem gilda um skipan stjórnar Gildis. Sambærilegar reglur gilda raunar í flestum opnu lífeyrissjóðunum, en Gildi er notaður sem dæmi til skýringar í meðfylgjandi mynd.

Helmingur átta stjórnarmanna Gildis er skipaður af Samtökum atvinnulífsins, en hinir fjórir af verkalýðsfélögum. Almennir sjóðsfélagar fá ekki að velja sér þá stjórnarmenn sem þeir treysta.

Almennir sjóðsfélagar hafa ekki heldur atkvæðisrétt á ársfundum. Þar hafa atkvæðarétt meðlimir í fulltrúaráðinu. Helmingaskiptareglan gildir einnig með skipan fulltrúaráðsins, Samtök atvinnulífsins skipa 80 fulltrúa og verkalýðsfélögin 80.(visir.is)

Krafa sjóðfélaga um áhrif á stjórn sjóðanna er aðlileg. Ekki verður unnt að hundsa hana til lengdar.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband