Erum 8 stundum lengur en Norðmenn að vinna fyrir sömu lífskjörum og þeir njóta

Vinnutíminn á íslandi er mun lengri en  á hinum Norðurlöndunum.T.d.   er vinnutíminn í Noregi mun styttri en hér. Það tekur okkur 8 stundum lengur en Norðmenn að vinnu fyrir sömu lífskjörum og þeir njóta.Þetta sagði Stefán Ólafsson  prófessor í viðtali í ríkisútvarpinu í morgun.Verkalýðshreyfingin hefur lítið barist fyrir styttingu vinnutíma á undanförnum árum.

Í tilefni af 1.mai er rætt um stöðu launþega í fjölmiðlum í dag.Fram kemur,að launamunur kynjanna er enn mikill og virðist lítið sem ekkert minnka.Hann er t.d. 17% hjá ríkisstarfsmönnum.Fátækt er mikil á Íslandi og meiri en á hinum Norðurlöndunum,einkum barnafátækt.Miklir erfiðleikar eru í húsnæðismálum fólks í dag.Margir eru að missa íbúðir sínar en ekki er nægilegt framboð á félagslegum leiguíbúðum.Framsókn lagði félagslega íbúðakerfið í rúst.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband