Prófessorar í stjórnmálafræði á villigötum

Prófessor í stjórnmálafræði segir að algert hrun hafi orðið í íslensku stjórnmálakerfi. Nýleg skoðanakönnun sýni að Samfylking og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki axlað ábyrgð í styrkjamálinu.

Niðurstöður skoðanakönnunar Capacent Gallup sem birtar voru í gær sýna fram á mikið fylgistap Sjálfstæðisflokksins í kjölfar útkomu rannsóknarskýrslunnar bæði á landsvísu og í Reykjavík. Fylgi flokksins mælist nú 28% á landsvísu, jafnmikið og Vinstri grænna. Samfylkingin bætir lítið eitt við sig og mælist með 23%, Framsóknarflokkurinn stendur í stað með 14%.

Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðiprófessor segir að svo virðist sem skýra megi fylgistap Sjálfstæðisflokks og það að Samfylkingin standi nánast í stað með viðbrögðum stjórnmálamanna við gagnrýni á háa styrki sem þeir þáðu. Kjósendur virðist vilja að fleiri segi af sér þingmennsku.

Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðiprófessor segir að skýrslan hafi sýnt fram á algert hrun stjórnmálakerfisins á Íslandi og að þeir stjórnmálamenn og flokkar sem hér hafi verið við völd hafi stefnt landinu í glötun.Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar tapað miklu fylgi og það er eðlilegt þar eð flokkurinn ber mikla ábyrgð á bankahruninu.

Þá hafi virðist enginn í Sjálfstæðisflokknum eða Samfylkingunni ætla sér að axla ábyrgð umfram það sem augljósast sé. Hjá báðum flokkum sé fólk í framboði sem hafi þegið háa styrki. Það sé því ekki útilokað að Besti flokkurinn fái meirihluta í borginni. Þá glími forysta Sjálfstæðisflokksins við þann vanda að afsagnir virðist ekki hafa dugað til hífa upp fylgið.

Svanur bendir á að Framsóknarflokkurinn hafi áður fyrr áhrifamikill flokkur og hafi haft um þriðjung atkvæða. Örlög Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks kunni að verða þau sömu og Framsóknarflokksins að tapa svo miklu fylgi að þeir hætti að skipta máli í íslenskum stjórnmálum.( visir.is)

Ég er ekki sammála þessum stjórnmálafræðingum.Ég tel þá vera á villigötum og ef til vill er álit þeirra litað óskhyggju.Talað er um fylgistap Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar þar eð þessir flokkar hafi ekki axlað ábyrgð. En samkvæmt skoðanakönnun  Gallups hefur Samfylkingin ekki tapað neinu fylgi eftir útkomu rannsóknarskýrslunnar,heldur  aðeins bætt við sig.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband