Sunnudagur, 2. maí 2010
William K.Black: Bankarnir sekir um fjármálasvik
Bandaríski lögfræðingurinn og fjármálaeftirlitsmaðurinn William K.Black var í Silfri Egils í dag.Hann ræddi bankahrunið hér og var ómyrkur í máli.Hann sagði að íslensku bankarnir væru sekir um svik.Þeir hefðu lánað öðrum fyrirtækjum peninga til þess að kaupa hlutabréf í sjálfum sér.Það væru ekki eðlileg viðskipti.En með þessari aðferð hefðu bankarnir getað stækkað mikið á ógnarhraða og það var einmitt það sem gerðist.Um sýndarhagnað var síðan að ræða.
Black taldi,að unnt væri að ná í eitthvað af þeim fjármunum,sem hefði verið komið undan.En það yrði þó aðeins lítið brot af því sem horfið hefði.Black taldi rannsóknarskýrsluna nokkuð góða en saknaði þess þó að ekki væri fjallað um svik bankanna í skýrslunni.Hann gagnrýndi endurskoðendur harðlega og sagði þá hafa dansað með bönkunum.Einnig gagnrýndi hann stjórnmálamenn. Hann sagði að þeir hefðu gert grín að þeim,sem gagnrýnt hefðu ofvöxt bankanna.Black taldi það lán fyrir Ísland að Lehman Brothers, banki í Bandaríkjunum, hefði fallið. Í kjölfar þess féllu allir íslensku bankarnir.En ef Lehmans hefði ekki fallið hefðu íslensku bankarnir kannski starfað áfram í 3-4 ár og haldið áfram að þenjast út. Síðan hefðu þeir fallið og tekið íslenska ríkið með sér í fallinu.
Ég tel,að taka eigi hart á glæfralegri stjórn bankastjóra og bankaráðsmanna á bönkunum.Þeir bera höfuðábyrgð á því að hér varð bankahrun og efnahagshrun.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.