Sunnudagur, 2. maí 2010
Þorvaldur Gylfason vill að þeir,sem bera ábyrgð á hruninu verði saksóttir
Þorvaldur Gylfason prófessor skýrði frá því í Silfri Egils í dag,að Pólverjar hefðu sett í lög heimild til þess að lögsækja ýmsa fyrrum háttsetta stjórnendur þar í landi, sem gerst hefðu sekir um glæpi gegn ríkinu.M.a. heimiluðu þessi lög að tekin yrðu ýmis réttindi af þessum mönnum þar á meðal sérstök eftirlaun,sem þeir hafa notið. Þorvaldur vill að íslensk stjórnvöld kynni sér þessi lög í Póllandi í þvi skyni að setja svipuð lög hér á landi til þess að ganga fram á svipaðan hátt hér gegn þeim sem bera ábyrgð á hruninu á Íslandi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.