Sunnudagur, 2. maí 2010
Bankarnir settu efnahagslífið á hliðina
Umræðan um hrunið heldur áfram. Athyglisverðar umræður voru í dag í þætti Sigurjóns Egilssonar Á Sprengisandi og í Silfri Egils á Ruv. Miðað við skýrslu rannsóknarnefndar alþingis og umræður í fjölmiðlum virðist ljóst,að bankarnir settu efnahagslífið á hliðina.Þeir hrundu eins og spilaborg vegna óstjórnar og svikamyllu,sem ekki gekk lengur.William K.Black telur að það megi þakka Lehman Brothers,að ekki fór verr.Ef Lehman Brothers hefði ekki orðið gjaldþrota hefðu íslensku bankarnir ef til vill lifað 3-4 árum lengur en þá hefðu þeir hrunið og fallið orðið mikið meira. Ríkið hefði þá orðið gjaldþrota. Íslensku bönkunum varð ekki bjargað.Starfsemi íslensku bankanna var ein svikamylla.Það verður að sækja þá stjórnendur bankanna til saka sem gerst hafa brotlegir við lög.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.