Sunnudagur, 2. maí 2010
Einkavæðing Landsbanka og Búnaðarbanka:Kaupendur lánuðu hvor öðrum vegna kaupanna
Í skýrslu rannsóknarnefndar alþingis kemur fram,að Búnaðarbankinn hafi lánað Samson verulegan hluta af kaupverði Landsbankans enda þótt forsvarsmenn Samson hafi sagt,að þeir mundu koma með gjaldeyri frá Rússlandi til kaupa á bankanum.Það var talið jákvætt,að Samson kæmi með mikinn gjaldeyri inn í landið. S-hópurinn,kaupendur Búnaðarbankans, fékk lán í Landsbankanum vegna kaupa á Búnaðarbankanum.Svikamyllan,sem var í gangi í bönkunum virðist því hafa farið strax í upphafi í gang: Kaupendur bankanna lánuðu hvor öðrum til kaupa á bönkunum en sagt var í upphafi ,að kaupendur hefðu nægilegt eigið fé.Það var rangt.Allt byggðist á svikamyllu sem fór strax í gang.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.