Þriðjudagur, 4. maí 2010
Deilt um laun seðlabankastjóra.Tökum ekki upp græðgisstefnuna á ný
Fyrir bankaráði seðlabankans liggur tillaga frá formanni ráðsins um að hækka laun seðlabankastjóra um 400 þús. á mánuði. Seðlabankastjóri hefur nú yfir 1200 þús. á mánuði,sem er talsvert yfir launum forsætisráðherra.Hörð viðbrögð hafa komið fram við tillögunni um launahækkun seðlabankastjóra. Forseti ASÍ mótmælti henni harðlega.Forsætisráðherra lýsti sig andvíga tillögunni.Sama gerði viðskiptaráðherra en seðlabankinn heyrir undir hann.Seðlabankastjóri,Már Guðmundsson,segir,að honum hafi verið lofað sömu launum og fyrirrennari hans hafði en forsætisráðherra kannast ekki við það.
Ég tel ekki koma til greina,að laun seðlabankastjóra verði hækkuð um 400 þús. á mánuði á sama tíma og launum verkafólks er haldið niðri.Ríkisstjórnin ákvað að enginn í opinbera kerfinu hefði hærri laun en forsætisráðherra.Laun hennar eru rúmar 900 þús .á mánuði. Már er vel yfir því þó ekki verði launin hækkuð um 400 þús. á mánuði. Við skulum ekki taka upp græðgisstefnuna á ný. Best er að formaður seðlabankans dragi tillögu sína til baka.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.